EG VIL VERA BLEIK

Bleiklega orienterud sida um reynsluheim karla

föstudagur, júní 24, 2005

Ég er núna búin að vera hér í 2 mánuði og bíð ennþá eftir internet-tengingunni. Það hefði verið lítið mál fyrir þá hjá OVodafone að segja mér að ég gæti ekki flutt gömlu internettenginguna með mér til Síberíu. Það hefði sparað mér heilmikið ómak og sparað OVodafone það að gera sig að fífli. Annars segja mér innfæddir að símalína verði að liggja ofanjarðar af því jörðin er of frosin tilað grafa í. Þeir segja líka að túndruíkornarnir komi vísast tilað naga símakapalinn í sundur af því þeim finnst gott að brýna tennurnar á plasti. Fritag, sérlegur hjálparkokkur minn hérna, ætlar að tala við íkornaöldunginn við tækifæri. Ég kynntist Fritag fyrir algera tilviljun. Fjallarottuveiðimennirnir sögðu mér af manni sem talar stórborgarrússnesku, sjálfir tala þeir bara igrúk og ég skil ekki orð af því sem þeir segja.
Allavega; ég samdi lag um reynslu mína: http://vefpostur.internet.is/~gislim/eg_vil_vera_bleikur.mp3